Um úngfrúna

Thursday, November 30, 2006

Jólahvað...?

Ég setti í dugnaðargírinn í gær og þreif alla íbúðina frá gólfi upp í kvist (er ekki með kvist, en mikið ósköp væri það gaman). Ég skúraði, ryk"sjúgaði", vaskaði upp, þvoði stórþvott, skipti á rúmi, ryksugaði meira að segja sófann, þurrkaði óteljandi sinnum af hinum ýmsu húsgögnum og íhugaði að breyta í svefnherberginu en hætti snarlega við þar sem ég get ekki snúið rúminu þar sem fataskápurinn er fyrir. Hengdi póstkort upp á vegg til skreytingar, málaði eina mynd sem var líka sett upp á vegg, kveikti svo á aðventuljósum, kertaljósum og jólaljósum og lét fara vel um mig í ný-ryksugaða sófanum mínum með Su Doku og gömlu jólalögin með Sinatra, Dean Martin, Bing Crosby, Nat King Cole og fleirum. Hrygglilega kósí.

Annars er það heitasta í fréttum að Greenpeace vefsíðan okkar, sem mikil leynd hvílir yfir, er komin á fullt skrið og mín verður líklegast flassandi næstu þrjár vikurnar.

Ég er gjörsamlega bjórflöskutóm í hausnum þegar ég hugsa um hvað ég á að kaupa í jólagjafir, og hvað ég á að þiggja í jólagjafir. Mig vantar ekkert og allir sem ég þekkja eiga líka eiginlega allt þannig að núna byrjar jólaprófið mikla - verður fólkið ánægt með gjafirnar frá mér? Það eru bara tvær einkunnir - staðist eða fall. Einhvern tímann ætla ég að leggja til að allir gefi bara öllum faðmlag í jólagjöf. Maður fær aldrei nóg af faðmlögum, sérstaklega ekki þegar maður býr aleinn og yfirgefinn í útlandinu.
Mér þætti agalega vænt um að fá komment frá þeim sem lesa - þó þú þekkir mig ekki neitt er þér velkomið að skilja eftir orð eða tvö ;) Mér þykir svo gaman að lesa kommentin, sérstaklega þegar ég sit ein og yfirgefin heima hjá mér, bara með heilann á mér sem félaga.

Nú fer að styttast í heimkomu og ég hlakka ógurlega til! Þangað til ætla ég að vekja upp eins og eitt stykki dugnaðarfork í mér og massa skólann.

Þar til næst,

EddaK

-sem fer til tannsa á morgun

Friday, November 25, 2005


Nafn: Edda Þöll Kentish
fæðingarár:
Fædd á því herrans ári 1984 og því algjört unglamb.
hjúskaparstaða: Mjög föstvegna góðra millilandasamninga. Spúsinn ber nafnið Bjarni og við erum óaðskiljanleg svona þegar við erum ekki í sitthvoru landinu... eða í skólanum... ;)
búseta: Í Kaupmannahöfn, hvorki meira né minna, á slóðum ekki ómerkari manna en Jónasar Hallgrímssonar og Björgólfs Thors. Á Íslandi er ég í dúkkuhúsahverfinu í Grafarvoginum.
systkini: Nei, ég er víst blessunarlega laus við lífsreynslur eins og að vera næstum drekkt í baðkarinu.

menntun:
Grunnskólapróf frá Hlíðaskóla, 2000.
Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 2004.
Hef lokið einu ári í ensku við Háskóla Íslands.
Er með dansarapróf frá JSB. Lokið 2006.
Er í námi í margmiðlunarhönnun við Copenhagen Technical Academy.

Vinnur: Alls konar afgreiðsludrasl. Virðist ætla að festast við mig. Aðhlynning á Heilbrigðisstofnun Skagfirðinga, deild 2 Eldhús helvítis, aka eldhús og matsalair Landspítalans við Hringbraut Danskennari hjá Jazzballetskóla Báru

UPPÁHALDS... bjórtegund: hmm... má ég segja kók? Er ekki orðin alveg nógu þróuð í bjórmenningunni til að eiga uppáhalds.
bíomynd: Ég er alltaf veik fyrir Bridget Jones
geisladiskur: Eins og er er það Hypnotize og Mezmerize með System of a Down, en það gæti breyst á morgun!
hljómsveit: System of a Down, Nine Inch Nails, Led Zeppelin, Muse, Guns N' Roses, Porcupine Tree, Tool, Alice in Chains, Jeff Buckley, Opeth, Muse, Radiohead ... á ég að halda áfram eða ertu hætt/ur að lesa? ;)
lag: Kommon ekki láta mig velja bara eitt. Í augnablikinu eiga Hallelujah með Jeff Buckley og Nutshell með Alice in Chains sérstakan stað í hjarta mínu. Svo slamma ég alltaf duglega við B.Y.O.B. með minni heittelskuðu SOAD.
matur: Jólamatur. mmmmm... fara jólin ekki örugglega að koma?
kennari: Pétur Knúts, klárlega ekki vafamál
skemmtistaður: Besti skemmtistaðurinn er heimahús sem hýsir gott partý..
drykkur:Agua sin gas por favor
íþrótt: Dans- jú dans er íþrótt!! ef þú mótmælir því eitthvað geturðu bara skráð þig í skáksambandið. skálastærð: 34 B - algjör meðalmanneskja ;)
skóstærð: Eg er með tröllafætur. Skóstærðin er 38 opinberlega en 39 í alvörunni
hæð: sléttir hundraðogsjötíusentímetrar.
þyngd: Bara vel takk, en þú?
augnlitur: Grænn með hint af brúnu og einum fæðingarblett.
hárlitur: Síbreytilegur
besta upplifun:útskriftardagurinn minn og nýafstaðin ævintraferð
versta upplifun: Þegar ástkær móðir mín var á sjúkrahúsi í vor
pepsí eða kók: Hvernig á ég að velja?? Ætla að vera djörf og segja "bæði betra"
gæludýr: Ótrúlega nett og straumlínulagað kvikindi sem heitir Toshiba. Og stundum frekar hávaxinn, dökkhærður, fagureygur karlmaður. ....

Staðreyndir: 1. Ég er óþolandi stundvís og þoli ekki þegar fólk lætur mig bíða eftir sér.
2. Ég get hangið á kaffihúsum endalaust
3. Ég get horft á sömu myndina aftur og aftur, eða þangað til ég get eiginlega bara talað fyrir leikarana.
4. Ég er ekkert sérstaklega dugleg að hreyfa mig. Því er nú ver og miður.
5. Ég get ekki farið inn í bókabúð án þess að langa í nýja penna.
6. Ég á alltof mikið af bolum, en allt of fáa sokka.
7. Ég er ofboðslega utan við mig og týni öllu sem er ekki skrúfað á mig.
8. Ef ég týni símanum þá týni ég debetkortinu líka. Alltaf.
9. Yfirleitt finn ég svo símann og debetkortið í bílnum. Nema ég finni það á baðherberginu í vinnunni. 10. Ég á algjöran pæjubíl sem ég er að fara að selja í sumar ef þú hefur áhuga.
11. Ég er ekki svona dökkhærð í alvörunni.
12. Vegna þess að ég er svo utan við mig á ég stundum ofsalega erfitt með að halda mínu nánasta umhverfi hreinu, vegna þess að ég legg hlutina einfaldlega bara frá mér þar sem ég er stödd hverju sinni.
13. Ég baka bestu Betty Crocker Brownies í HEIMINUM (víst!).
14. Mér þykir arfaleiðinlegt að tala í símann. Kannski er það ástæðan fyrir því að ég týni honum alltaf..
15. Mér finnst rosalega gaman að fá blóm. Verst að þau deyja alltaf. Praktíska hliðin á mér segir hins vegar að það sé tilgangslaust að fá blóm.
16. Stundum er praktíska hliðin of mikið í forgrunni.
17. Stundum ræður kærulausa hliðin og eyðir öllum peningunum í Kringlunni.
18. Ég hef bara einu sinni komið út fyrir Evrópu og það var til Bandaríkjanna og Kanada (ef frá er talin dagsferð til Marokkó).
19. Ég hef elskað Kína síðan ég man eftir mér en sé ekki fram á að komast nokkurn tímann þangað.
20. Ég elska líka forn-egypska, forn-gríska og forn-rómverska menningu. Call me a nerd.
21. Ég er nörd.
22. Ég á það til að vera hættulega metnaðargjörn. Þá er best fyrir nærliggjandi manneskjur að forða sér.
23. Ég kann ekki að elda.
24. En ég kann að baka.
25. Mér finnst hvoru tveggja samt frekar leiðinlegt.
26. Ef ég þyrfti að velja á milli þess að ryksuga og gera 100 armbeygjur myndi ég velja armbeygjurnar. Don't hold me up to it though.. við ljónin erum gasalega löt.
27. Ég er ástfangin af besta manni sem uppi hefur verið.
28. Ég ætla að tileinka næstu línu nafninu hans.
29. Bjarni Freyr Guðmundsson
30. Lífið er yndislegt og ég myndi ekki vilja vera nein önnur manneskja.
31. Góða nótt.